Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mið 16. október 2024 12:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Vonast til að geta tekið á móti 2500 manns - „Miklu meiri stemning að hafa þetta seinni partinn"
Víkingsvöllur.
Víkingsvöllur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings.
Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn Breiðabliks fá einhverja miða.
Stuðningsmenn Breiðabliks fá einhverja miða.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Okkar óskir voru að spila seinni partinn, á þessum tíma 18:30. Ég held að allir aðilar hafi verið sáttir með það, sjónvarpið líka," segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, við Fótbolta.net.

Haraldur ræddi við Fótbolta.net eftir að ákveðið var að seinka lokaleik Betu deildarinnar. Leikur Víkings og Breiðabliks var settur á 14:00 þann 27. október en í dag var hann færður til 18:30 um kvöldið. Í lok leiks mun koma í ljós hvort liðið lyftir Íslandsmeistaraskildinum.

Á sunnudeginum, klukkan 16:30, fer fram leikur Arsenal og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

„Það var bara miklu meiri stemning hjá okkur að hafa þetta seinni partinn heldur en að spila þetta klukkan 14:00. Við höfum engar áhyggjur af Arsenal - Liverpool, þessi leikur hjá okkur verður alltaf uppseldur, sama hvort það sé Arsenal - Liverpool í sjónvarpinu, við vorum ekkert að spá í hann."

Hvað þýðir uppseldur leikur í áhorfendatölum?

„Við erum að vinna í hugmyndum um hvernig við komum vonandi 2500 manns fyrir. Vallarmetið hjá okkur er um 2100 í lokaleiknum 2021 gegn Leikni. Við erum að skoða mögulegar lausnir varðandi stæði. Það verða alltaf 2000-2500 manns, vonandi náum við að teygja okkur upp í 2500."

Hvernig eru reglurnar varðandi möguleika Blika á að fá miða á leikinn?

„Þeir fá sína miða, ég er ekki viss hvort að þeir eigi rétt á einhverjum ákveðnum fjölda, við erum ekki komnir þangað. Leikurinn er ekki farinn í miðasölu ennþá af því leiktíminn var ekki staðfestur og við erum að bíða eftir því að fá niðurstöðu í hvað við munum koma mörgum fyrir."

Það er allavega ljóst að það verður hámark á fjölda áhorfenda á leiknum.

„Þetta er í vinnslu ofan í Evrópuvinnuna, það er frekar mikið að gera," sagði framkvæmdastjórinn.

Fyrst spilar Víkingur sögulegan leik
Framundan hjá Víkingi er útileikur gegn ÍA og svo er fyrsti heimaleikur liðsins í sjálfri Sambandsdeildinni. Belgíska félagið Cercle Brugge kemur í heimsókn næsta fimmtudag. Heimaleikir Víkings í Sambandsdeildinni fara fram á Kópavogsvelli.

„Við eigum von á um 40 stuðningsmönnum frá þeim fyrir utan sponsorum og VIP miðum, alls kannski 75-80 manns frá Belgíu. Stuðningsmennirnir verða í gömlu stúkunni á Kópavogsvelli, áhorfendum verður ekki blandað saman."

Við fórum í mótsmiðasölu og hún hefur farið vel af stað. Það er vonandi að Víkingar fjölmenni á fyrsta leikinn okkar, fyrsti heimaleikurinn á þessu stigi keppninnar og sögulegur af því leyti. Það er vetrarfrí í grunnskólunum hér í Reykjavík, hittir vel á,"
segir Haraldur.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 25 17 5 3 64 - 27 +37 56
2.    Breiðablik 25 17 5 3 58 - 30 +28 56
3.    Valur 25 11 7 7 59 - 40 +19 40
4.    Stjarnan 25 11 6 8 47 - 39 +8 39
5.    ÍA 25 11 4 10 45 - 37 +8 37
6.    FH 25 9 6 10 40 - 46 -6 33
Athugasemdir
banner