Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mið 16. október 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óvíst hvar Bjarki spilar á næsta tímabili - „Veit ekki hvað málið var"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Þór Viðarsson er að renna út á samningi hjá Þór. Hann er fyrrum fyrirliði liðsins en var ekki í stóru hlutverki í liðinu í ár.

Bjarki er 27 ára og er í grunninn bakvörður en hefur spilað sem miðvörður síðustu tímabil. Hann kom við sögu í 17 deildarleikjum og tveimur bikarleikjum í sumar, hann byrjaði níu deildarleiki og kom átta sinnum inn á. Þór tapaði átta leikjum í deildinni í sumar en Bjarki byrjaði einungis einn af þeim leikjum.

„Eins og staðan er núna er ég opinn fyrir öllu," segir Bjarki við Fótbolta.net.

„Ég er þessa dagana að velta fyrir mér hvort ég eigi að breyta aðeins til en er líka opinn fyrir því að vera áfram."

Einhverjir furðuðu sig á því hvers vegna Bjarki spilaði ekki meira í sumar. En veit hann það?

„Ég hef aldrei verið þannig að ég sé að spyrja þjálfara af hverju ég er ekki að spila og af hverju þessi er inn á. Þannig ég veit ekki hvað málið var," segir Bjarki.

Bjarki, sem lék á sínum tíma 13 leiki fyrir yngri landsliðin, kom í Þór frá KA fyrir tímabilið 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner