Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 15. október 2024 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Umdeilt rautt spjald fyrir brot á Lewandowski
Mynd: Getty Images
Afar umdeilt atvik átti sér stað í gríðarlega fjörugri viðureign í Þjóðadeildinni í gærkvöldi, þegar Pólland tók á móti Króatíu.

Staðan var 3-3 þegar Dominik Livakovic, markvörður Króatíu og Fenerbahce, var kominn út úr vítateig sínum til að hreinsa boltann í burtu.

Livakovic var á undan pólsku stórstjörnunni Robert Lewandowski í boltann en fór með takkana í löppina á Lewy og uppskar beint rautt spjald fyrir.

Dómari leiksins Alejandro Hernández, spænskur dómari leiksins, gaf beint rautt spjald fyrir hættulega tæklingu en margir eru ósammála ákvörðuninni. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.

Sjáðu atvikið
Athugasemdir
banner
banner
banner