Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mið 16. október 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tebas biðlar til FIFA: Hættið við HM félagsliða!
Mynd: Getty Images
Javier Tebas, forseti spænska fótboltasambandsins, hélt ræðu á fundi evrópskra félagsliða sem haldinn var í Brussel, höfuðborg Belgíu, á dögunum.

Í ræðunni gagnrýndi hann áform FIFA um að halda HM félagsliða og biðlaði til Gianni Infantino, forseta FIFA, um að hætta við þessi áform.

HM félagsliða á að vera haldið næsta sumar og hafa þau áform ekki lagst vel í fótboltaheiminn. Tebas bendir á að Samtök atvinnumanna í fótbolta séu gegn því að HM félagsliða verði haldið með breyttu sniði og segir að deildirnar sjálfar séu einnig mótfallnar þessari breytingu.

HM félagsliða á að vera haldið í Bandaríkjunum frá 15. júní til 13. júlí 2025 og óttast margir að aukið leikjaálag muni koma niður á leikmönnum sem eru nú þegar að glíma við tíð meiðslavandræði.

Tebas bendir á að FIFA sé ekki búið að tryggja sér nægilega mikla styrki til að halda HM félagsliða og telur að Alþjóðafótboltasambandið muni þurfa að borga með mótinu.

„Ef FIFA endar á að nota sinn eigin pening til að borga með þessari keppni þá verður sambandið búið að brjóta gegn öllum þeim félögum og fótboltasamböndum sem það á að vera að hjálpa," sagði Tebas meðal annars. „Við erum að tala um að FIFA gæti þurft að borga meira en 1,5 milljarð evra með þessu móti."
Athugasemdir
banner
banner
banner