Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mið 16. október 2024 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Völlurinn er í sturluðu standi"
Þjálfari ÍA er bjartsýnn.
Þjálfari ÍA er bjartsýnn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA er í baráttu við Stjörnuna og Val um Evrópusæti.
ÍA er í baráttu við Stjörnuna og Val um Evrópusæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA hefur átt gott tímabil sem nýliði í Bestu deildinni.
ÍA hefur átt gott tímabil sem nýliði í Bestu deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vardic fór í aðgerð.
Vardic fór í aðgerð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardaginn, klukkan 14:00, tekur ÍA á móti Víkingi í þýðingarmiklum leik fyrir bæði lið. ÍA á enn möguleika á Evrópusæti og Víkingur er í toppsæti deildarinnar og vill halda sér þar fyrir lokaumferðina.

Veðurspáin næstu daga er nokkuð góð fyrir leikinn en leikurinn á ELKEM-vellinum er annar af tveimur síðustu grasleikjum tímabilsins.

Akranes sjálft sleppur við bláa litinn (frost) á vedur.is en það er kaldara í grenndinni, aðeins inn til landsins. Það á að vera mjög hlýtt á föstudag en kalt á laugardag, leikdaginn sjálfan.

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, er mjög bjartsýnn á að spilað verði á grasvellinum á laugardag.

„Spárnar eru aðeins mismunandi, hvernig þetta lítur út. Það er mjög víða gert hlýnandi veðri í aðdraganda leiksins og við höfum ekki haft miklar áhyggjur. En ef það fer kólnandi þá er það auðvitað áhyggjuefni. Við erum að koma úr köldu veðri undanfarna daga, sem er ekki gott, en vonandi verðu hlýtt næstu tvo daga," segir Jón Þór.

„Varaáætlun er okkar varavöllur, Akraneshöllin, en allar okkar áætlanir gera ráð fyrir því að leikurinn fari fram á vellinum og það er þá ekki fyrr en dómarinn kemur og úrskurðar um eitthvað annað, sem ég hef enga trú á. Völlurinn er í sturluðu standi, hefur sjaldan eða aldrei nokkurn tímann verið svona góður á þessum árstíma. Ég hef fulla trú á því að leikurinn muni fara fram á vellinum. Núna er hátt í tíu stiga hiti og meira að segja hitaþoka."

„Við æfðum fram að síðustu helgi og tókum gott helgarfrí, æfðum mánudag, þriðjudag, frí í dag og æfing á morgun. Þetta snýst um að halda mönnum við efnið, halda þeim ferskum bæði líkamlega og andlega, við erum á lokametrunum og nú snýst þetta um að vera ferskir, orkumiklir og kraftmiklir næstu tvo laugardaga. Allur okkar undirbúningur snýst um laugardaginn og leikinn gegn Víkingi."

Stoltur og ánægður
Jón Þór framlengdi samning sinn við ÍA á dögunum. Það var aldrei spurning um annað hjá þjálfaranum.

„Við höfum rætt saman í allt saman og kláraðist um daginn. Það var samróma vilji, og ljóst frá upphafi, að við vildum halda samstarfinu áfram. Það er frábært að vera hér áfram. Við sem klúbbur erum á ágætis stað, við erum mjög ánægðir með leikmannahópinn, aldurinn er mjög góður, hópurinn er þéttur og það eru spennandi tímar framundan. Við erum að fá marga unga og góða leikmenn upp í meistaraflokkinn á næstu árum. Þetta er spennandi og mikilvægt starf sem ég er mjög stoltur og ánægður með að fá að leiða áfram."

Hafa trú á öðrum sigri gegn Víkingi
Hvernig ætlar ÍA að vinna Víking?

„Það segir sjálft að það þarf allt að ganga upp ef þú ætlar að vinna gott lið eins og Víkingur er. Við þurfum að vera kraftmiklir og orkumiklir á deginum, menn þurfa að leggja mikla orku í að vinna Víking, þarft að gera vel þegar þú hefur boltann, ert ekkert rosalega mikið með hann á móti Víkingi og þarft því að gera vel þegar þú hefur hann. Númer eitt, tvö og þrjú þarf að verjast vel."

„Við unnum þá síðast í Víkinni og við höfum fulla trú á að við getum unnið þá aftur. Við höfum fulla trú á okkur sjálfum. Þetta snýst um að menn séu klárir á deginum og eigi sinn besta leik. Það er ekki nokkur vafi um að við ætlum okkur sigur í leiknum."


Tveir fóru í aðgerð
Miðjumennirnir Rúnar Már Sigurjónsson og Marko Vardic fóru í aðgerð á dögunum og verða ekki meira með ÍA á tímabilinu.

„Rúnar fór í aðgerð í síðustu viku sem heppnaðist vel. Marko fór til Slóveníu í aðgerð, þeir tveir eru dottnir út hjá okkur, voru ekki með gegn FH í síðasta leik. Hópurinn frá þeim leik er því óbreyttur. Hópurinn hefur svarað þeim áföllum sem við höfum lent í í sumar alveg gríðarlega vel. Ég geri ekki ráð fyrir neinu öðru en að það haldi áfram. Ég treysti hópnum fyllilega til að klára þessi verkefni sem framundan eru með glæsibrag," segir Jón Þór.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 25 17 5 3 64 - 27 +37 56
2.    Breiðablik 25 17 5 3 58 - 30 +28 56
3.    Valur 25 11 7 7 59 - 40 +19 40
4.    Stjarnan 25 11 6 8 47 - 39 +8 39
5.    ÍA 25 11 4 10 45 - 37 +8 37
6.    FH 25 9 6 10 40 - 46 -6 33
Athugasemdir
banner