Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mið 16. október 2024 13:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eigi að vera líklegastur núna til að taka við danska landsliðinu
Lars Knudsen.
Lars Knudsen.
Mynd: EPA
Nicklas Bendtner, fyrrum sóknarmaður danska landsliðsins, er á því að Lars Knudsen eigi að fá tækifæri til að stýra Danmörku áfram.

Knudsen hefur stýrt danska landsliðinu til bráðabirgða í undanförnum fjórum leikjum.

Kasper Hjulmand hætti eftir síðasta Evrópumót og hefur þjálfaraleit staðið yfir síðan þá. Morten Wieghorst átti að stýra liðinu en hann þurfti að fara í veikindaleyfi. Knudsen steig þá inn.

„Miðað við hvernig liðið hefur staðið sig í síðustu leikjum, þá á hann að vera líklegastur til að taka við liðinu," sagði Bendtner í danska sjónvarpinu.

Knudsen er 47 ára gamall þjálfari sem hefur mikið þjálfað yngri landslið Danmerkur. Síðustu ár hefur hann verið hluti af þjálfarateymi bandaríska landsliðsins, Leicester á Englandi og Augsburg í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner