Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
banner
   mið 16. október 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Steve Clarke: Vantar ekki sjálfstraustið
Steve Clarke hefur verið við stjórnvölinn hjá skoska landsliðinu í fimm og hálft ár.
Steve Clarke hefur verið við stjórnvölinn hjá skoska landsliðinu í fimm og hálft ár.
Mynd: Getty Images
Skotland sýndi flotta frammistöðu gegn stjörnum prýddum andstæðingum frá Portúgal í Þjóðadeildinni í gærkvöldi.

Portúgalir voru sterkari aðilinn en Skotar sköpuðu einnig hættu í viðureign sem endaði með markalausu jafntefli.

Steve Clarke, þjálfari skoska liðsins, var kátur að leikslokum enda voru Skotar að ná í sitt fyrsta stig eftir fjórar umferðir af Þjóðadeildinni.

„Við náðum í mikilvægt stig á erfiðum kafla fyrir okkur. Við stóðum okkur vel í dag, strákarnir héldu sig við leikplanið og skiluðu flottri frammistöðu. Við brugðumst þjóðinni ekki í kvöld," sagði hann. „Við sýndum flotta varnarvinnu þar sem leikmenn gerðu virkilega vel að halda einbeitingu allan leikinn og fá ekki mark á sig.

„Fólk hefur mikið talað um að leikmenn landsliðsins vanti sjálfstraust en ég er ósammála því. Þeir vita að þeir geta spilað vel.

„Við vorum kannski ekki nógu góðir á boltanum í dag en ég hugsa að það skrifist aðallega á þreytu. Mér líður ekki eins og það vanti sjálfstraust í þennan hóp."

Athugasemdir
banner