Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mið 16. október 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pogba opinn fyrir franska boltanum
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba er í viðræðum við ítalska stórveldið Juventus um starfslokasamning.

Pogba er með tæp tvö ár eftir af samningi sínum við Juventus en hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Hann er í leikbanni sem stendur en má spila keppnisfótbolta aftur í mars.

Franska félagið Marseille hefur verið orðað hvað sterkast við Pogba, en talið er að félög í Sádi-Arabíu og Bandaríkjunum séu einnig áhugasöm.

Talið er að Marseille geti ekki boðið Pogba jafn góðan samning og félögin utan Evrópu, en Pogba ætlar ekki að útiloka neitt þegar kemur að framtíðinni sinni.

„Við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Af hverju ekki að spila í Ligue 1? Ég ræð hvað ég geri. Ég þarf ekki að segja nei," sagði Pogba meðal annars við L'Equipe í heimalandinu.

Pogba hefur aldrei spilað í franska boltanum. Hann hefur aðeins leikið fyrir tvö félagslið á ferlinum - Manchester United og Juventus.
Athugasemdir
banner
banner