Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
Andri Lucas: Fannst þetta mjög furðulegt allt saman
Sverrir Ingi: Dómgæslan yfirleitt ekki með Íslendingum í liði
Jói Berg: Fannst það ótrúlegt og ég sagði það við hann
Arnór Ingvi: Mjög auðvelt að hlaupa hliðarlínuna og skoða þetta bara
Hákon Rafn: Það voru kannski stóru mistökin
„Hausinn kominn á einn stað og ég þarf ekki að hugsa um annað utanaðkomandi"
Halldór Snær: Horfi í leið Hákonar og er mjög spenntur að vinna með Óskari
Júlíus Mar: Ætla gera mitt allra besta til að koma KR á toppinn
Erfitt að spila eftir fráfall vinar síns - „Virkilega erfitt að skilja þetta"
Stefán Teitur: Man ekki eftir svona stjórnun hér í langan tíma
Hetja kvöldsins vön að skora utanfótar snuddur - „Ég er náttúrulega bara bakvörður"
Hákon Rafn: Logi maður! Hann tapar ekki á þessum velli
Gylfi Sig: Æfðum á frábæru grasi hjá FH
Valgeir: Hægri kantmaðurinn í Tottenham og þeir kunna öll brögð
Jóhann Berg: Með því betra sem við höfum séð á Laugardalsvelli í mörg ár
Arnór Ingvi: Það voru vel valin orð
Orri Steinn: Búinn að vera kenna honum aðeins upp á herbergi
Jón Dagur: Orðinn pirraður á þeim
Ólafur Ingi: Allir landsleikir mikilvægir
Logi Hrafn: Við vissum að þetta væri erfiður leikur
   mán 14. október 2024 22:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Jói Berg: Fannst það ótrúlegt og ég sagði það við hann
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði Íslands.
Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er pirrandi að tapa þessum leik," sagði Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði Íslands, eftir 2-4 tap gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  4 Tyrkland

Ísland komst í 1-0 og jafnaði svo í 2-2, en þessi leikur litaðist mjög mikið af skrítinni dómgæslu.

„Við eigum klárlega fyrir mér að fá víti og þeir að fá rautt í stöðunni 2-1. Það hefði getað breytt leiknum gríðarlega mikið. Ég sá þetta aftur og það er ótrúlegt að dómarinn fari ekki í skjáinn að kíkja á þetta. Hann fór tvisvar hjá þeim að kíkja. Hann gerir sig klárlega stærri til að verja á línu. Mér fannst það klárlega víti og rautt," sagði Jóhann Berg.

„Við jöfnum eftir það og svo fáum við klaufalegt mark á okkur. Það er erfitt að kyngja því."

Hvernig leið ykkur þegar dómarinn sagðist ekki ætla í skjáinn til að skoða þegar Merih Demiral bjargar á línu?

„Mér fannst það ótrúlegt og ég sagði það við hann. Hann fór tvisvar fyrir þá. Það er einhver í eyranu á honum að segja að hann þurfi ekki að fara í skjáinn. Fyrir mér er þetta klárlega víti og rautt spjald. Ég reyndi að tala við hann en þeir sögðu við hann í eyranu að þetta væri ekki víti."

Ísland spilaði á köflum vel í þessum glugga en eitt stig er bara niðurstaðan.

„Við vitum að það er ekki nógu gott og ekki það sem við viljum gera. Það er bara næsti gluggi þar sem við ætlum að gera betur. Við eigum frábæran möguleika gegn Svartfjallalandi og Wales. Við þurfum að læra af mistökunum og gera betur næst," sagði Jóhann Berg að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner