Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
banner
   mán 14. október 2024 22:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Jói Berg: Fannst það ótrúlegt og ég sagði það við hann
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði Íslands.
Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er pirrandi að tapa þessum leik," sagði Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði Íslands, eftir 2-4 tap gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  4 Tyrkland

Ísland komst í 1-0 og jafnaði svo í 2-2, en þessi leikur litaðist mjög mikið af skrítinni dómgæslu.

„Við eigum klárlega fyrir mér að fá víti og þeir að fá rautt í stöðunni 2-1. Það hefði getað breytt leiknum gríðarlega mikið. Ég sá þetta aftur og það er ótrúlegt að dómarinn fari ekki í skjáinn að kíkja á þetta. Hann fór tvisvar hjá þeim að kíkja. Hann gerir sig klárlega stærri til að verja á línu. Mér fannst það klárlega víti og rautt," sagði Jóhann Berg.

„Við jöfnum eftir það og svo fáum við klaufalegt mark á okkur. Það er erfitt að kyngja því."

Hvernig leið ykkur þegar dómarinn sagðist ekki ætla í skjáinn til að skoða þegar Merih Demiral bjargar á línu?

„Mér fannst það ótrúlegt og ég sagði það við hann. Hann fór tvisvar fyrir þá. Það er einhver í eyranu á honum að segja að hann þurfi ekki að fara í skjáinn. Fyrir mér er þetta klárlega víti og rautt spjald. Ég reyndi að tala við hann en þeir sögðu við hann í eyranu að þetta væri ekki víti."

Ísland spilaði á köflum vel í þessum glugga en eitt stig er bara niðurstaðan.

„Við vitum að það er ekki nógu gott og ekki það sem við viljum gera. Það er bara næsti gluggi þar sem við ætlum að gera betur. Við eigum frábæran möguleika gegn Svartfjallalandi og Wales. Við þurfum að læra af mistökunum og gera betur næst," sagði Jóhann Berg að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner