Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
banner
   mið 16. október 2024 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Gula Spjaldið 
ÍA að fá leikmann frá Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ómar Björn Stefánsson er á leið í ÍA frá uppeldisfélagi sínu Fylki. Frá því var greint í hlaðvarpsþættinum Gula spjaldið.

Albert Brynjar Ingason, fyrrum leikmaður Fylkis, sagði frá þessu í gær.

Ómar Björn er tvítugur sóknarmaður sem verður samningslaus eftir daginn í dag. Hann lék átján leiki í deild og bikar í sumar og skoraði þrjú mörk. Alls hefur hann skorað sex mörk í 47 leikjum í deild og bikar fyrir Fylki. Leikirnir væru fleiri ef hann hefði ekki farið út til Bandaríkjanna í háskólanám í júlí.

Hann er að upplagi framherji en hefur spilað talsvert á kantinum. Fylkir verður í Lengjudeildinni á næsta tímabili. ÍA situr sem stendur í 5. sæti Bestu deildarinnar og á ennþá möguleika á Evrópusæti (3. sæti).
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 25 17 5 3 64 - 27 +37 56
2.    Breiðablik 25 17 5 3 58 - 30 +28 56
3.    Valur 25 11 7 7 59 - 40 +19 40
4.    Stjarnan 25 11 6 8 47 - 39 +8 39
5.    ÍA 25 11 4 10 45 - 37 +8 37
6.    FH 25 9 6 10 40 - 46 -6 33
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 25 8 7 10 38 - 46 -8 31
2.    Fram 25 8 6 11 36 - 43 -7 30
3.    KR 25 7 7 11 48 - 49 -1 28
4.    Vestri 25 6 7 12 30 - 48 -18 25
5.    HK 25 6 4 15 32 - 63 -31 22
6.    Fylkir 25 4 6 15 29 - 58 -29 18
Athugasemdir
banner
banner