Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mið 16. október 2024 12:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerir grín að Englendingum fyrir að ráða Tuchel
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: EPA
Thomas Tuchel var í morgun ráðinn landsliðsþjálfari Englands. Hann er þjálfarinn sem á að sjá til þess að fótboltinn komi aftur heim árið 2026 þegar HM fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada.

Tuchel er frá Þýskalandi en fjölmiðlar þar í landi hafa verið að skrifa um ráðninguna. Matthias Brugelmann, ritstjóri Bild sem er eitt stærsta dagblaðið þar í landi, hefur gert grín að ráðningunni en það hefur verið mikill rígur á milli Englands og Þýskalands í landsliðsfótbolta í mörg ár.

„Móðurland fótboltans er að eignast þýskan pabba," skrifar Brugelmann.

„Það verða brátt 60 ár liðin frá stórum titli hjá enska landsliðinu. Á þeim tíma höfum við orðið heimsmeistarar þrisvar og Evrópumeistarar þrisvar. Örvæntingin á eyjunni hlýtur að vera orðin gríðarleg ef þeir viðurkenna að aðeins Þjóðverji geti hjálpað núna. Hvílík virðing fyrir Tuchel og þýska fótboltann að Englendingar eru að sigrast á ótta sínum þrátt fyrir mikinn ríg."

Brugelmann segir að Tuchel verði að breytast. Hann hafi oft tekið gagnrýni mikið inn á sig þegar hann var að þjálfa í þýskum fótbolta en hann sé að ganga inn í storm með að taka við þessu starfi.
Athugasemdir
banner
banner