Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mán 14. október 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hausinn kominn á einn stað og ég þarf ekki að hugsa um annað utanaðkomandi"
Þorri og Kyle spiluðu virkilega vel framan af tímabili.
Þorri og Kyle spiluðu virkilega vel framan af tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Orðinn miklu betri leikmaður en ég var í byrjun'
'Orðinn miklu betri leikmaður en ég var í byrjun'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum búnir að tala lengi saman um að koma mér alveg yfir í Fram. Lyngby var ekki í plönunum eins og ég sagði í síðasta viðtali. Það var alltaf planið að skipta alfarið í Fram, það var bara spurning um hvenær það myndi gerast. Það var fínt að fá það í gegn, hausinn er kominn á einn stað og ég þarf ekki að hugsa um annað utanaðkomandi," sagði Þorri Stefán Þorbjörnsson við Fótbolta.net.

Framarinn segir að það hafi ekki verið erfitt að fá sig lausan frá danska félaginu.

„Þeir gerðu bara allt sem ég vildi gera, það voru engar slæmar tilfinningar, þeir voru alltaf til í að gera það sem ég vildi, voru ekkert að reyna halda mér eða neitt svoleiðis."

„Ég var ekkert spenntur að fara aftur út, á ekki góðar minningar af þessum stað. Það var því aldrei í kortunum. Mér líður mjög vel hjá Fram og frekar þá að fara einhvert annað út (seinna) sem er auðvitað í plönunum. En núna er ég 100% fókuseraður á Fram."


Hvernig horfir atvinnumennska við Þorra í dag, dreymir hann um að fara út næsta sumar?

„Það er mjög erfitt að segja. Ég er leikmaður Fram og er að fókusa á Fram, það væri mjög gott að taka annað tímabil hérna, spila fleiri leiki í meistaraflokksbolta. Ég hugsa að ef ég færi út núna þá væri ég ekkert endilega kominn beint í liðið úti. Það fer eftir því hvernig þetta verður, tímabilið er að klárast og ég er með samning út 2027 hjá Fram."

Þorri, sem fæddur er árið 2006, hefur verið í stóru hlutverki hjá Fram á tímabilinu.

„Þetta hefur gefið mér mjög mikla reynslu, að spila með öllum þessum reynslumiklu gaurum hefur hjálpað mér mjög mikið. Mér finnst ég vera búinn að bæta mig fullt frá fyrsta leik, orðinn miklu betri leikmaður en ég var í byrjun," sagði Þorri.

Hann ræddi nánar um tímabilið með Fram, síðustu leiki og framhaldið í viðtalinu sem má nálgast í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner