Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mið 16. október 2024 10:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cantona brjálaður yfir framkomu Man Utd í garð Sir Alex
Eric Cantona.
Eric Cantona.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson.
Mynd: Getty Images
Eric Cantona, goðsögn hjá Manchester United, er ekki sáttur með það að Sir Alex Ferguson fái ekki lengur starf hjá félaginu.

Ferguson hefur verið í vellaunuðu starfi sem sendiherra félagsins frá því að hann hætti sem stjóri árið 2013.

Hann hefur unnið sem sendiherra á heimsvísu og verið í ráðgjafarhlutverki í stjórn félagsins. Hann hefur reglulega sést á leikjum liðsins í heiðursstúkunni.

En eftir fund með Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeiganda félagsins, þá var tekin ákvörðun um að Sir Alex myndi ekki lengur sinna þessu starfi. Ratcliffe er að reyna finna leiðir til að skera niður kostnað í kringum félagið til að geta fjárfest enn meira í liðinu sjálfu. Yfir 250 starfsmenn hjá félaginu hafa verið látnir fara.

Cantona, sem spilaði undir stjórn Sir Alex á sínum tíma, tjáði sig um þessi tíðindi á samfélagsmiðlum en hann er ekki sáttur.

„Sir Alex á að geta gert allt sem hann vill hjá Manchester United þangað til hann deyr," skrifaði Cantona. „Mikil vanvirðing, algjör skandall. Sir Alex verður stjóri minn alla ævi. Megi allir aðrir fara í skítinn."

Sir Alex, sem er 82 ára, er sigursælasti stjóri í sögu United, hann vann úrvalsdeildina 13 sinum, Meistaradeildina tvisvar, enska bikarinn fimm sinnum og fjóra deildabikara.
Athugasemdir
banner
banner
banner