Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mið 16. október 2024 13:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sir Alex má ekki lengur fara inn í klefa hjá Man Utd
Sir Alex Ferguson og Erik ten Hag, stjóri Man Utd.
Sir Alex Ferguson og Erik ten Hag, stjóri Man Utd.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson og öðrum í fótboltastjórn Manchester United hefur verið bannað að fara inn í klefa eftir leiki hjá United.

Það hefur verið hefð fyrir því hjá United í fjöldamörg ár að menn í fótboltastjórn félagsins - sem er aðskilin aðalstjórn - hafi fengið að fara inn í klefa eftir leiki. Ferguson hefur ávallt verið velkominn inn í klefa og það sama má segja um David Gill og Mike Edelson sem eru einnig í fótboltastjórninni. Sir Bobby Charlton var líka gestur þegar hann var á lífi.

En núna eru reglurnar að breytast hjá félaginu og mega Ferguson og aðrir úr fótboltastjórninni ekki lengur fara inn í klefa eftir leiki.

Þessar fréttir koma degi eftir að það var tilkynnt að Ferguson myndi ekki lengur starfa sem sendiherra fyrir félagið. Var sú ákvörðun tekin eftir fund hans og Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeiganda Man Utd.

Ratcliffe er að reyna finna leiðir til að skera niður kostnað í kringum félagið til að geta fjárfest enn meira í liðinu sjálfu. Yfir 250 starfsmenn hjá félaginu hafa verið látnir fara.

Sir Alex, sem er 82 ára, er sigursælasti stjóri í sögu United, hann vann úrvalsdeildina 13 sinum, Meistaradeildina tvisvar, enska bikarinn fimm sinnum og fjóra deildabikara.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner