Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mið 16. október 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gyökeres í fantaformi með Sporting og Svíþjóð
Sporting borgaði metfé fyrir Gyökeres í fyrrasumar, eða 20 milljónir evra, og varð hann markakóngur á sínu fyrsta tímabili í portúgölsku deildinni.
Sporting borgaði metfé fyrir Gyökeres í fyrrasumar, eða 20 milljónir evra, og varð hann markakóngur á sínu fyrsta tímabili í portúgölsku deildinni.
Mynd: EPA
Sænski framherjinn Viktor Gyökeres gerði magnaða hluti á sínu fyrsta tímabili með Sporting CP í portúgalska boltanum á síðustu leiktíð og hefur farið gríðarlega vel af stað á nýju tímabili.

Hann er búinn að skora 12 mörk í 11 leikjum fyrir félagið og gefa þrjár stoðsendingar, en liðið er með fullt hús stiga eftir átta umferðir í deild og fjögur stig eftir tvær umferðir í Meistaradeildinni.

Gyökeres hefur einnig verið í verulega miklu stuði með sænska landsliðinu í haust, þar sem hann er kominn með fjögur mörk og þrjár stoðsendingar í fjórum leikjum í Þjóðadeildinni.

Gyökeres er 26 ára gamall og með tæp fjögur ár eftir af samningi sínum við Sporting. Hann raðaði inn mörkum með Coventry í Championship deildinni áður en hann var keyptur til Portúgal.

Liverpool og Arsenal eru sögð vera áhugasöm um Gyökeres, en hann er með 100 milljón evra söluákvæði.
Athugasemdir
banner
banner