Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR var að vonum sáttur með 2-0 sigur sinna manna gegn Fjölni í dag en það var fyrsti sigur Bjarna síðan hann tók við liðinu.
Lestu um leikinn: KR 2 - 0 Fjölnir
„Liðsheild og góð barátta. Við unnum baráttuna í dag og það var að mínu viti það sem skilaði okkur þessum þrem stigum."
Bjarni segir að það hafi verið pressa á liðinu eftir að hafa mistekist að sigra í fyrstu tveim leikjunum.
„Hér er alltaf pressa á að vinna leiki, við erum í þannig umhverfi. Hérna heima viljum við vinna alla leiki. Pressan kemur fyrst og fremst innan frá."
„Á móti liði sem er agað varnarlega og gefur fá færi á sér. Þá er ég nokkuð sáttur að skora tvö og fá ekkert á okkur."
Bjarni segir að styrkur deildarinnar sé mjög mikill.
„Deildin er bara hörkuöflug og það eru lið sem að hafa styrkt sig mikið og eru feiki öflug. Þegar það næst árangur í gegnum erfitt er það enn sætara og skemmtilegra."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir