ÍBV hefur fengið til sín miðjumanninn Kevin Bru en hann er 34 ára, fæddur og uppalinn í Frakklandi en á 21 landsleik fyrir eyríkið Máritíus á Indlandshafi. Foreldrar hans eru þaðan.
Hann kom upp úr unglingastarfi Rennes en hefur víða komið við í franska boltanum, meðal annars hjá Dijon. Á árunum 2014-2018 lék hann fyrir Ipswich Town á Englandi og spilaði í Championship-deildinni. Auk þess hefur hann spilað á Kýpur og í Rúmeníu.
Síðustu ár hefur hann leikið í frönsku neðri deildunum, síðast fyrir C'Chartres sem er í sjöttu efstu deild.
Hann kom upp úr unglingastarfi Rennes en hefur víða komið við í franska boltanum, meðal annars hjá Dijon. Á árunum 2014-2018 lék hann fyrir Ipswich Town á Englandi og spilaði í Championship-deildinni. Auk þess hefur hann spilað á Kýpur og í Rúmeníu.
Síðustu ár hefur hann leikið í frönsku neðri deildunum, síðast fyrir C'Chartres sem er í sjöttu efstu deild.
ÍBV bætti við sig tveimur erlendum leikmönnum í glugganum en áður hafði verið greint frá komu sóknarleikmanns sem ber það rándýra nafn Michael Jordan.
ÍBV er tveimur stigum fyrir ofan fallsæti en liðið tekur á móti Fylki á sunnudag í gríðarlega mikilvægum fallbaráttuslag.
Athugasemdir