Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
   mán 18. apríl 2022 22:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar: Hann er hetja í Fossvogi eftir síðasta tímabil
Arnar og Kristall Máni Ingason.
Arnar og Kristall Máni Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega ánægður. Þetta var svaka sjokk í byrjun," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, eftir 2-1 sigur liðsins gegn FH í opnunarleik Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 FH

Víkingar eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar, en þeir lentu undir eftir 30 sekúndur.

„Við sýndum sannan karakter og komum til baka. Það var sviðsskrekkur, taugaspenna. Þetta snerist um sigur, við vorum allt í lagi en eigum töluvert inni."

„Það er extra pressa að koma inn sem Íslandsmeistarar og þú vilt sýna þig. Svo færðu högg í andlitið strax í byrjun eftir að hafa æft þig í átta mánuði. Þetta er högg, en mér fannst við koma sterkt til baka," sagði Arnar.

Ari Sigurpálsson og Helgi Guðjónsson gerðu mörk Víkinga í dag. „Þeir eru búnir að eiga sterkan vetur, eru fljótir og í góðu standi. Þeir eiga bara skilið að spila. Það sem ég fíla við Ara er að fyrsta snertingin hjá honum er alltaf í átt að marki. Helgi er einn af lykilmönnunum í okkar liði. Hann er hetja í Fossvogi eftir síðasta tímabil. Þeir fá allt mitt traust."

Helgi gerði sigurmarkið gegn KR í ótrúlegum leik undir lok síðasta tímabils og hann fer vel af stað á þessari leiktíð.

Hægt er að sjá allt viðtalið við Arnar í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner