Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mán 18. júní 2018 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pape væntanlega að skrifa undir í Færeyjum
Pape er á förum frá Víkingi Ólafsvík.
Pape er á förum frá Víkingi Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pape Mamadou Faye er líklegast að ganga í raðir TB/FCS/Royn í færeysku úrvalsdeildinni.

Það er bolt.fo sem greinir frá þessu.

Fyrr í sumar gekk Pape í raðir Kórdrengja í 4. deildinni hér á landi en stuttu eftir að hann tók ákvörðun um að fara í Kórdrengi var hann kominn í Víking Ólafsvík.

Sjá einnig:
Pape: Fólk sem er náið mér ráðlagði mér að skipta ekki

Pape hefur spilað fjóra leiki með Ólsurum í Inkasso-deildinni í sumar og skorað eitt mark en leikirnir verða líklega ekki fleiri. Pape er sagður vera að skrifa undir í Færeyjum.

Pape er 27 ára gamall sóknarmaður sem kom til Íslands fyrst árið 2003. Hér á landi hefur hann leikið með Fylki, Leikni R., Grindavík , BÍ/Bolungarvík, Víkingi R. og Víkingi Ólafsvík.

TB/FCS/Royn er í áttunda sæti færeysku úrvalsdeildarinnar af 10 liðum eftir 14 leiki.

Ef Pape skrifar undir fljótlega gæti hann spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn HB 22. júní. HB er með Heimi Guðjónsson, Brynjar Hlöðversson og Grétar Snæ Gunnarsson í sínum röðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner