Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   sun 18. júlí 2021 22:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Borg klárar tímabilið með Fylki
Arnór Borg Guðjohnsen.
Arnór Borg Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur verið mikið rætt og skrifað um framtíð Arnórs Borg Guðjohnsen hjá Fylki.

Arnór Borg verður samningslaus eftir tímabilið og hefur hann verið orðaður mikið við FH og Víking.

Hann mun samt sem áður klára tímabilið með Fylki. Þetta segir AtlI Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, í samtali við Fótbolta.net. Hann er ekki á förum í þessum félagaskiptaglugga sem er núna í gangi.

„Já Arnór Borg mun klára tímabilið með okkur, það er pottþétt," sagði Atli Sveinn.

Fylkir er búið að semja við Guðmund Stein Hafsteinsson og það er ekki útilokað að fleiri leikmenn bætist við hópinn samkvæmt Atla en viðtalið við hann er hér að neðan.
Atli Sveinn: Vorum heppnir að sleppa með 0-0 í hálfleik
Athugasemdir
banner