Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. júlí 2021 13:03
Brynjar Ingi Erluson
Leikmenn CSKA neituðu að fá bóluefni við Covid-19
Arnór og Hörður Björgvin eru á mála hjá CSKA
Arnór og Hörður Björgvin eru á mála hjá CSKA
Mynd: Heimasíða CSKA
Leikmenn rússneska félagsins CSKA Moskvu ætla ekki að fá bóluefni við Covid-19 en þetta kemur fram í frétt rússneska miðilsins Championaat.

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á allan heiminn og þá hafa 146 þúsund manns dáið af völdum veirunnar í Rússlandi.

Leikmenn CSKA Moskvu hafa neitað að fá bólusetningu við veirunni en þetta kemur fram í Championaat.

Starfsmenn og þjálfarar CSKA fóru í bólusetningu en leikmennirnir vildu þó ekki láta bólusetja sig.

Sergey Aksenov, fjölmiðlafulltrúi CSKA, segir að ástæðan fyrir að leikmenn vilji ekki láta bólusetja sig sé af því að 85 prósent af hópnum hafi myndað mótefni við veirunni.

Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon eru báðir á mála hjá CSKA Moskvu sem hafnaði í 6. sæti rússnesku deildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner