Crystal Palace hefur staðfest félagaskipti miðvarðarins Marc Guehi frá Chelsea.
Guehi er 21 árs og hefur verið á láni hjá Swansea undanfarið eitt og hálft tímabil.
Guehi er miðvörður sem uppalinn er hjá Chelsea. Hann hefur spilað tvo leiki fyrir aðallið Chelsea, báða í deildabikarnum á þar síðasta tímabili.
Hann skrifar undir fimm ára samning við Crystal Palace. „Ég er mjög spenntur. Það er frábært tækifæri fyrir mig að koma hingað og spila fyrir stórt félag í ensku úrvalsdeildinni."
Crystal Palace endaði í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Patrick Vieira, fyrrum fyrirliði Arsenal, tók við liðinu eftir síðasta tímabil.
Athugasemdir