Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   þri 18. júlí 2023 23:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Höskuldur um markið: Búnir að æfa þetta vel
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Boltinn á leið í netið
Boltinn á leið í netið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Breiðablik er komið áfram í forkeppni Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir stórliði FCK í næstu umferð eftir 2-1 sigur á Shamrock Rovers á Kópavogsvelli í kvöld. Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði liðsins var eðlilega í skýjunum eftir sigurinn.

„Þetta var fyllilega verðskuldað. Það sem við lögðum upp með og höfðum trú á allan tímann, gaman að uppskera eftir trúnni og framlaginu," sagði Höskuldur.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Shamrock Rovers

Höskuldur var ánægður með frammistöðu liðsins.

„Ef það er eitthvað sem maður á að pirra sig á þá er það að hafa ekki verið búnir að komast í þægilegri stöðu. Það er ekkert sjálfsagt að maður sé að skapa sér fullt af dauðafærum og tæta vörnina þeirra í sig. Að því sögðu voru þeir ekki að skapa sér neitt af viti. Þeir fá eitthvað skíta víti sem ég á eftir að sjá aftur,"

„Í gegnum allt einvígið erum við að selja okkur dýrt og erum erfiðir að skora á, maður er ekki síður stoltur af því eins og sóknarlega. Massív, fagmannleg og hugrökk frammistaða."

Höskuldur hrósaði varnarvinnunni en Rory Gaffney framherji Shamrock var erfiður í horn að taka.

„Oliver, Damir og Viktor voru að pakka saman þeirra framherjum, sem eru alveg 'handful' gæjar. Við seldum okkur dýrt og vorum lið sem er erfitt að skora hjá, sem við höfum verið síðustu ár. Við vorum svolítið að sækja það aftur í þessari rimmu,"

Aðspurður hvort hann hafi fengið skilaboð um að hjálpa gegn Gaffney.

„Oliver var í því og tók það alveg upp á 10 eins og sást. Svo voru Damir og Viktor með hann þannig í vasanum í gegnum þetta einvígi. Þetta er alvöru skeppna, maður hefur ekki mætt öðru eins nema kannski framherjanum hjá Basaksehir. Þeir leystu það hrikalega vel í sameiningu."

Höskuldur skoraði seinna markið beint úr fyrirgjöf eftir stutta hornspyrnu frá Jasoni Daða.

„Geðveik stoðsending, við erum búnir að æfa þetta vel, þetta var uppleggið. Þetta var allt planað, við vorum búnir að sjá að markmaðurinn tekur alltaf skrefið. Nei, það var smá heppni í þessu en flott."


Athugasemdir
banner
banner
banner