Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   þri 18. júlí 2023 23:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Höskuldur um markið: Búnir að æfa þetta vel
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Boltinn á leið í netið
Boltinn á leið í netið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Breiðablik er komið áfram í forkeppni Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir stórliði FCK í næstu umferð eftir 2-1 sigur á Shamrock Rovers á Kópavogsvelli í kvöld. Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði liðsins var eðlilega í skýjunum eftir sigurinn.

„Þetta var fyllilega verðskuldað. Það sem við lögðum upp með og höfðum trú á allan tímann, gaman að uppskera eftir trúnni og framlaginu," sagði Höskuldur.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Shamrock Rovers

Höskuldur var ánægður með frammistöðu liðsins.

„Ef það er eitthvað sem maður á að pirra sig á þá er það að hafa ekki verið búnir að komast í þægilegri stöðu. Það er ekkert sjálfsagt að maður sé að skapa sér fullt af dauðafærum og tæta vörnina þeirra í sig. Að því sögðu voru þeir ekki að skapa sér neitt af viti. Þeir fá eitthvað skíta víti sem ég á eftir að sjá aftur,"

„Í gegnum allt einvígið erum við að selja okkur dýrt og erum erfiðir að skora á, maður er ekki síður stoltur af því eins og sóknarlega. Massív, fagmannleg og hugrökk frammistaða."

Höskuldur hrósaði varnarvinnunni en Rory Gaffney framherji Shamrock var erfiður í horn að taka.

„Oliver, Damir og Viktor voru að pakka saman þeirra framherjum, sem eru alveg 'handful' gæjar. Við seldum okkur dýrt og vorum lið sem er erfitt að skora hjá, sem við höfum verið síðustu ár. Við vorum svolítið að sækja það aftur í þessari rimmu,"

Aðspurður hvort hann hafi fengið skilaboð um að hjálpa gegn Gaffney.

„Oliver var í því og tók það alveg upp á 10 eins og sást. Svo voru Damir og Viktor með hann þannig í vasanum í gegnum þetta einvígi. Þetta er alvöru skeppna, maður hefur ekki mætt öðru eins nema kannski framherjanum hjá Basaksehir. Þeir leystu það hrikalega vel í sameiningu."

Höskuldur skoraði seinna markið beint úr fyrirgjöf eftir stutta hornspyrnu frá Jasoni Daða.

„Geðveik stoðsending, við erum búnir að æfa þetta vel, þetta var uppleggið. Þetta var allt planað, við vorum búnir að sjá að markmaðurinn tekur alltaf skrefið. Nei, það var smá heppni í þessu en flott."


Athugasemdir
banner
banner
banner