Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   þri 18. júlí 2023 23:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Höskuldur um markið: Búnir að æfa þetta vel
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Boltinn á leið í netið
Boltinn á leið í netið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Breiðablik er komið áfram í forkeppni Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir stórliði FCK í næstu umferð eftir 2-1 sigur á Shamrock Rovers á Kópavogsvelli í kvöld. Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði liðsins var eðlilega í skýjunum eftir sigurinn.

„Þetta var fyllilega verðskuldað. Það sem við lögðum upp með og höfðum trú á allan tímann, gaman að uppskera eftir trúnni og framlaginu," sagði Höskuldur.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Shamrock Rovers

Höskuldur var ánægður með frammistöðu liðsins.

„Ef það er eitthvað sem maður á að pirra sig á þá er það að hafa ekki verið búnir að komast í þægilegri stöðu. Það er ekkert sjálfsagt að maður sé að skapa sér fullt af dauðafærum og tæta vörnina þeirra í sig. Að því sögðu voru þeir ekki að skapa sér neitt af viti. Þeir fá eitthvað skíta víti sem ég á eftir að sjá aftur,"

„Í gegnum allt einvígið erum við að selja okkur dýrt og erum erfiðir að skora á, maður er ekki síður stoltur af því eins og sóknarlega. Massív, fagmannleg og hugrökk frammistaða."

Höskuldur hrósaði varnarvinnunni en Rory Gaffney framherji Shamrock var erfiður í horn að taka.

„Oliver, Damir og Viktor voru að pakka saman þeirra framherjum, sem eru alveg 'handful' gæjar. Við seldum okkur dýrt og vorum lið sem er erfitt að skora hjá, sem við höfum verið síðustu ár. Við vorum svolítið að sækja það aftur í þessari rimmu,"

Aðspurður hvort hann hafi fengið skilaboð um að hjálpa gegn Gaffney.

„Oliver var í því og tók það alveg upp á 10 eins og sást. Svo voru Damir og Viktor með hann þannig í vasanum í gegnum þetta einvígi. Þetta er alvöru skeppna, maður hefur ekki mætt öðru eins nema kannski framherjanum hjá Basaksehir. Þeir leystu það hrikalega vel í sameiningu."

Höskuldur skoraði seinna markið beint úr fyrirgjöf eftir stutta hornspyrnu frá Jasoni Daða.

„Geðveik stoðsending, við erum búnir að æfa þetta vel, þetta var uppleggið. Þetta var allt planað, við vorum búnir að sjá að markmaðurinn tekur alltaf skrefið. Nei, það var smá heppni í þessu en flott."


Athugasemdir
banner
banner