Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   fim 18. ágúst 2016 12:14
Magnús Már Einarsson
Ólafur Ingi til Kardemir Karabükspor (Staðfest)
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason hefur gengið til liðs við Kardemir Karabükspor í tyrknesku úrvalsdeildinni. Ólafur staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í dag.

Ólafur Ingi yfirgaf herbúðir tyrneska félagsins Genclerbirligi í gær eftir eitt ár þar.

Þessi 33 ára gamli leikmaður hefur nú gert tveggja ára samning við Karabükspor.

„Ég var tilbúinn að prófa eitthvað nýtt," sagði Ólafur Ingi við Fótbolta.net í dag.

„Þeir sýndu mér mikinn áhuga og buðu mér góðan samning svo ég ákvað að prófa að breyta til og stökkva á þetta."

Karabükspor kom upp úr tyrknesku B-deildinni í vor en Igor Tudor, fyrrum leikmaður Juventus og króatíska landsliðins, þjálfar liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner