Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   lau 12. október 2024 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Perú vann óvæntan sigur gegn Úrúgvæ
Mynd: EPA
Bólivía vann einnig óvæntan sigur í nótt - gegn Kólumbíu.
Bólivía vann einnig óvæntan sigur í nótt - gegn Kólumbíu.
Mynd: EPA
Perú 1 - 0 Úrúgvæ
1-0 Miguel Araújo ('88)

Það er mikil spenna í undankeppni HM hjá Suður-Ameríkuþjóðum eftir óvænt úrslit í umferðinni sem lauk í nótt.

Umferðinni lauk með 1-0 sigri Perú gegn Úrúgvæ, þar sem Miguel Araújo skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu.

Perú var sterkari aðilinn í nótt og verðskuldaði sigurinn gegn stjörnum prýddu liði Úrúgvæ, sem innihélt meðal annars Manuel Ugarte, Federico Valverde og Darwin Núnez.

Þetta er fyrsti sigur Perú í undankeppninni og er liðið með 6 stig eftir 9 umferðir - fimm stigum frá því að berjast um sæti á HM.

Sex þjóðir frá Suður-Ameríku komast beint á HM á meðan sjöunda þjóðin fær umspilsleik.

Staðan
1. Argentína 19 stig
2. Kólumbía 16 stig
3. Úrúgvæ 15 stig
4. Brasilía 13 stig
5. Ekvador 12 stig
6. Bólivía 12 stig
7. Venesúela 11 stig
8. Paragvæ 10 stig
9. Perú 6 stig
10. Síle 5 stig
Athugasemdir
banner
banner