„Frábær seinni hálfleikur og gott að fá stig út úr þessu og hægt að byggja ofan á það.“ Voru fyrstu viðbrögð Hákons Rafns Valdimarssonar markvarðar Íslands eftir 2-2 jafntefli gegn Wales í Þjóðardeildinni fyrr í kvöld þar sem Ísland kom til baka úr 0-2 stöðu.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 2 Wales
Bæði mörk Wales voru keimlík þar sem boltinn er sendur í gegnum varnarlínu Íslands og sóknarmenn komust einir gegn Hákoni. Hvernig upplifði hann mörkin?
„Mér fannst þeir ekki vera að gera mikið. Þetta eru tvö augnablik sem við slökkvum á okkur og bolti í gegn. Allt of auðvelt og við þurfum að skoða það betur.“
„Menn verða að elta hlaupin það er margt áð baki í hverju einasta marki. Kannski hefði pressan getað verið betri eða við að gefa þeim of mikin tíma á boltann.“
Eftir á að hyggja er Hákon og liðsfélagar hans sáttir með stigið úr því sem komið var?
„Nei, ég er allavega mjög ósáttur. Fyrir leik hefði ég aldrei tekið stigið Við ætluðum okkur að vinna en fyrri hálfleikur var bara ekki nægilega góður en þá er þó fínt að hafa komið til baka og náð að jafna.“
Lykilpúsl í því að Ísland náði að jafna var innkoma Loga Tómassonar í liðið en hann kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Kolbein Birgi Finnsson.
„Logi maður. Hann tapar ekki á þessum velli. Maður hefur séð fyrsta markið hans svo oft á æfingum. Hann er með þetta geggjaða utanfótarskot og bara mesti Logi að koma inn á og gera þetta.“
Sagði Hákon en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir