Amorim bíður eftir leyfi - Nkunku og fleiri orðaðir við Man Utd - Endo eftirsóttur
   fös 11. október 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dagur vakið athygli félaga í Bestu en framlengir á Selfossi
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss tilkynnti í dag að Dagur Jósefsson væri búinn að framlengja samning sinn við félagið til tveggja ára. Fyrri samningur hans hefði runnið út í næsta mánuði.

Dagur er ungur og efnilegur varnarmaður, fæddur árið 2006, og er nú samningsbundinn út tímabilið 2026.

„Dagur átti frábært sumar í hjarta varnarinnar en hann var á dögunum kosinn varnarmaður ársins á slútti knattspyrnudeildarinnar," segir í tilkynningu Selfoss.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa félög í Bestu deildinni fylgst með Degi að undanförnu, en hann kaus að framlengja í heimabænum.

„Fyrir tímabilið hafði Dagur aðeins leikið tvo meistaraflokksleiki en hann stimplaði sig inn sem lykilmann í sumar og lék alls 25 leiki, leikjahæstur allra leikmanna," segir í tilkynningu Selfoss.

Hann hjálpaði Selfossi að vinna 2. deildina í sumar og var í byrjunarliðinu í úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins í lok síðasta mánaðar þar sem Selfoss lagði KFA.
Athugasemdir
banner
banner
banner