Manchester City hefur komist að samkomulagi við Hugo Viana um að taka við sem yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.
Viana kemur til City frá Sporting Lissabon í Portúgal og mun taka við starfinu af Txiki Begiristain sem er að hætta eftir tímabilið. Begiristain hefur unnið fyrir City í langan tíma og gert afar vel.
Viana kemur til City frá Sporting Lissabon í Portúgal og mun taka við starfinu af Txiki Begiristain sem er að hætta eftir tímabilið. Begiristain hefur unnið fyrir City í langan tíma og gert afar vel.
Daily Mail segir að City hafi náð samkomulagi við Viana og er hann að taka við.
Viana hefur starfað hjá Sporting frá 2018 við frábæran orðstír.
Hann er maðurinn á bakvið kaup á leikmönnum á borð við Viktor Gyökeres, Ousmane Diomande og Morten Hjulmand sem hafa reynst gríðarlega mikilvægir fyrir félagið.
Viana lék meðal annars fyrir Newcastle United og Valencia á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta, auk portúgalska landsliðsins. En hann mun núna stíga inn í stór fótspor.
Athugasemdir