Amorim bíður eftir leyfi - Nkunku og fleiri orðaðir við Man Utd - Endo eftirsóttur
   fös 11. október 2024 19:51
Brynjar Ingi Erluson
Kári: Hann þarf bara að biðja um skiptingu því þetta er ekki boðlegt
Icelandair
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson eru allt annað en sáttir við varnarleik íslenska landsliðsins í hálfleik gegn Wales en staðan er 2-0 fyrir gestina.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

Brennan Johnson og Harry Wilson skoruðu keimlík mörk. Sending inn fyrir vörnina og í netið.

Hákon Rafn Valdimarsson varði vissulega skot WIlson í fyrra markinu og reyndi síðan að bjarga boltanum af línunni, en Johnson var mættur í frákastið. Í seinna markinu slapp Wilson í gegn og kláraði vel.

„Ekki nægilega vel. Þetta er sama gamla sagan. Vörnin er bara sofandi og við erum bara heppnir að vera ekki 3-0 undir miðað við dauðafæri sem þeir fengu þarna í lokin,“ sagði Kári á Stöð2Sport.

Lárus Orri benti á Kolbein Birgi FInnsson, en hann gleymdi að elta manninn í báðum mörkunum.

„Ég held að við verðum að horfa svolítið á Kolbein þarna. Ég held að hann hafi farið inn í þennan leik með gríðarlegar áhyggjur af Johnson þarna úti. Hann er mjög utarlega og hefur bara áhyggjur af honum og tekur ekki hlaupið þarna inn,“ sagði Lárus þegar fyrsta markið var skoðað og þá var Kári ekki sáttur með að það sama hafi gerst í seinna markinu.

„Hann þarf að biðja um skiptingu. Þetta er ekki boðlegt. Þeir hlaupa og hann eltir ekki. Í fyrra mómentinu hefði hann getað náði Brennan Johnson sem skorar markið en hann gefst bara upp þegar hann er sloppinn í gegn. Hákon gerir vel í markinu að verja og nær að bjarga en síðan kemur Johnson í frákastið. Hann hleypur í gegnum hjartað á vörninni og líka í seinna mómentinu,“ sagði Kári sem varð að ósk sinni.

Åge Hareide, þjálfari landsliðsins, gerði tvær breytingar í hálfleik en hann tók Kolbein og Willum Þór af velli og setti þá Mikael Egil Ellertsson og Loga Tómasson inn í stað þeirra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner