Það verða breytingar á bakvið tjöldin hjá Man City í sumar en Txiki Begiristain mun hætta sem yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.
Hann mun yfirgefa félagið þegar liðið hefur lokið keppni á HM félagsliða sem fram fer í sumar. Félagið hefur staðfest að Hugo Viana, yfirmaður fótboltamála hjá Sporting, muni taka við af honum.
Viana mun vinna samhliða Begiristain þangað til í sumar svo skiptin muni ganga snuðrulaust fyrir sig.
Hann er maðurinn á bakvið kaup á leikmönnum á borð við Viktor Gyökeres, Ousmane Diomande og Morten Hjulmand sem hafa reynst gríðarlega mikilvægir fyrir félagið.
Athugasemdir