Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, er eftirsóttur af mörgum klúbbum erlendis frá en Sigurður Höskuldsson, þjálfari liðsins, ræddi framtíð hans við Fótbolta.net í gær.
Tímabilið hjá Sævari hefur verið frábært. Hann skoraði 10. deildarmark sitt á tímabilinu í 2-0 sigrinum á Stjörnunni í gær og reynst liði sínu dýrmætur.
Frammistaðan hefur vakið mikla athygli og eru klúbbar erlendis frá farnir að fylgjast náið með honum. Sævar Atli gengur til liðs við Breiðablik eftir þetta keppnistímabil en það gæti þó farið svo að hann spili ekkert með Kópavogsliðinu.
„Nei, við erum ekki mikið að pæla í því. Það er mikill áhugi eðlilega en það er eitthvað sem ég stjórna ekki og ef það gerist þá finnum við lausn á því."
„Það er fullt af liðum að skoða hann en ekkert sem ég er að skipta mér af," sagði Sigurður við Fótbolta.net.
Athugasemdir