Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   fim 20. október 2022 21:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gerrard: Ég hætti aldrei en þetta er ekki nógu gott

Steven Gerrard stjóri Aston Villa er í erfiðri stöðu eftir tap liðsins gegn Fulham í kvöld.


Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum í deildinni en það er aðeins markatalan sem heldur þeim fyrir ofan fallsæti.

Það virðist vera tímaspursmál hvernær Gerrard verður látinn fara en hann sagði eftir leik kvöldsins að hann ætlaði ekki að gefast upp.

„Þetta er erfitt en ég er karlmaður og sætti mig við þetta og skil þetta. Við sjáum til hvað  gerðist, ég er bardagamaður og ég mun ekki hætta neinu. Að hætta er ekki í mínu DNA en satt að segja er þetta ekki nógu gott fyrir þetta félag," sagði Gerrard.


Athugasemdir
banner
banner
banner