Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   fim 20. október 2022 20:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Chelsea hafði betur í stórleiknum
Millie Bright
Millie Bright
Mynd: EPA

Seinni viðureignin í fyrstu umferð í A-riðli, dauðariðlinum, fór fram í kvöld. Real Madrid vann Vllaznia frá Albaníu í þessum riðli fyrr í kvöld.


PSG og Chelsea áttust við í kvöld en Berglind Björg Þorvalsdóttir var ekki í leikmannahópi PSG.

Enska landsliðskonan Millie Bright var hetja Chelsea en hún skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.

Í B riðli mættust Roma og Slavia Prag sem stó Val úr leik í undankeppninni. Roma vann leikinn með einu marki gegn engu.

Wolfsburg vann St. Polten frá Austurríki 4-0 í sama riðli fyrr í kvöld.

Vllaznia W 0 - 2 Real Madrid W
0-1 Esther Rodriguez ('54 )
0-2 Olga Carmona ('76 )

Roma W 1 - 0 Slavia Praha W
1-0 Emilie Haavi ('62 )

PSG W 0 - 1 Chelsea W
0-1 Millie Bright ('27 )

Sjá einnig:
Meistaradeild kvenna: Sveindís lagði upp í stórsigri


Athugasemdir
banner
banner
banner