Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 20. október 2024 21:27
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs verður ekki á hliðarlínunni í úrslitaleiknum
Arnar er farinn að þekkja þennan klefa ansi vel.
Arnar er farinn að þekkja þennan klefa ansi vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er rosalegt kvöld framundan eftir viku þegar Víkingur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Ríkjandi meistarar Víkings eru með betri markatölu og þeim nægir jafntefli.

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings hefur safnað fjórum gulum spjöldum og verður því ekki á hliðarlínunni næsta sunnudag. Hann mun væntanlega taka sér stöðu við hlið vallarþularins í boxinu eins og hann hefur verið vanur að gera þegar hann er í banni á heimavelli.

Arnar hefur fengið þrjú gul spjöld í Bestu deildinni en hann fékk líka gult í Meistarakeppni KSÍ og hún telur með í agadómum deildarinnar.

Leikurinn á sunnudag verður fimmti leikurinn í sumar þar sem Arnar tekur út bann en hann hefur tvívegis fengið rautt.

Sölvi Geir Ottesen aðstoðarmaður Arnars stýrir Víkingi frá hliðarlínunni á sunnudaginn næsta en leikurinn hefst klukkan 18:30 og hægt að fullyrða að það verði uppselt.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner