Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
   þri 08. apríl 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta vill heyra meira í áhorfendum - Saka vill nýjan samning
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Arsenal tekur á móti Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld og ríkir mikil eftirvænting fyrir þennan slag.

Mikel Arteta þjálfari Arsenal svaraði spurningum á fréttamannafundi í gær og ræddi meðal annars um stemninguna á Emirates Stadium, sem hann vill bæta.

„Við þurfum hafa áhorfendur með okkur að berjast um hvern einasta bolta, það skiptir svo miklu máli. Á þessu sviði þarftu áhorfendur til að hjálpa þér, þeir geta skapað andrúmsloft sem veitir leikmönnum innblástur," sagði Arteta.

„Ekki koma bara til að horfa. Komið til að spila leikinn með okkur!"

Bukayo Saka, stjörnuleikmaður Arsenal, er loksins kominn úr meiðslum og svaraði hann einnig spurningum.

„Ég held að stuðningsmenn Arsenal viti hversu mikið ég elska þá og þetta félag. Ég vil vinna titla í þessari treyju. Þið sáuð hvernig stuðningsmenn brugðust við þegar ég kom til baka úr meiðslum, svo ég held að þeir elski mig líka," svaraði Saka þegar hann var spurður út í nýjan samning, en núverandi samningur hans við félagið rennur út eftir tvö ár.

„Ég er mjög ánægður að vera hér. Það væri draumur að vinna Ballon d'Or en ég er eingöngu einbeittur að því að vinna titla með Arsenal. Ég vil nýjan samning en ég er ekki að flýta mér.

„Ég legg mikið á mig til að hjálpa liðinu og öll einstaklingsverðlaun eru aukaatriði."

Athugasemdir
banner