Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
   þri 08. apríl 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham ætlar ekki að kaupa Werner
Werner er með stór félög á ferilskránni en óljóst er hvert hann heldur næst.
Werner er með stór félög á ferilskránni en óljóst er hvert hann heldur næst.
Mynd: EPA
Tottenham Hotspur ætlar ekki að nýta ákvæði í lánssamningi Timo Werner til að kaupa hann.

Werner er 29 ára gamall sóknarleikmaður sem getur leikið í fremstu víglínu og á báðum köntum.

Það þótti mikið til hans koma þegar hann raðaði inn mörkum með RB Leipzig í þýska boltanum en missti dampinn eftir félagaskipti til Chelsea sumarið 2020.

Werner var keyptur aftur til Leipzig en náði ekki fyrri hæðum þar. Tottenham fékk hann í kjölfarið á lánssamningi fyrst tímabilið 2023-24 og aftur á þessari leiktíð, en Þjóðverjinn hefur aðeins skorað þrjú mörk og gefið sex stoðsendingar í 41 leik með liðinu.

Leipzig er talið sætta sig við 15 til 20 milljónir evra fyrir Werner, sem á aðeins rúmt ár eftir af samningi við þýska félagið.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 32 23 7 2 74 31 +43 76
2 Arsenal 32 17 12 3 57 27 +30 63
3 Newcastle 32 18 5 9 61 40 +21 59
4 Nott. Forest 32 17 6 9 51 38 +13 57
5 Man City 32 16 7 9 62 42 +20 55
6 Chelsea 32 15 9 8 56 39 +17 54
7 Aston Villa 32 15 9 8 49 46 +3 54
8 Bournemouth 32 13 9 10 52 40 +12 48
9 Fulham 32 13 9 10 47 43 +4 48
10 Brighton 32 12 12 8 51 49 +2 48
11 Brentford 32 12 7 13 52 48 +4 43
12 Crystal Palace 32 11 10 11 41 45 -4 43
13 Everton 32 8 14 10 34 38 -4 38
14 Man Utd 32 10 8 14 38 45 -7 38
15 Tottenham 32 11 4 17 60 49 +11 37
16 Wolves 32 10 5 17 47 61 -14 35
17 West Ham 32 9 8 15 36 54 -18 35
18 Ipswich Town 32 4 9 19 33 67 -34 21
19 Leicester 32 4 6 22 27 72 -45 18
20 Southampton 32 2 4 26 23 77 -54 10
Athugasemdir
banner