Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
   þri 08. apríl 2025 08:50
Elvar Geir Magnússon
Cunha og Osimhen orðaðir við Man Utd
Powerade
Matheus Cunha á Old Trafford?
Matheus Cunha á Old Trafford?
Mynd: EPA
Victor Osimhen á Old Trafford?
Victor Osimhen á Old Trafford?
Mynd: EPA
Manchester United þarf að styrkja sóknarleik sinn, Kevin De Bruyne gæti farið til Miami og Everton blandar sér í baráttu um sóknarmann Ipswich. BBC tók saman allt helsta slúðrið.

Manchester United hefur áhuga á brasilíska framherjanum Matheus Cunha (25) hjá Wolves. Í sumar verður 62,5 milljóna punda riftunarákvæði í samningi hans virkt. (TalkSport)

Tottenham Hotspur mun ekki kaupa þýska sóknarmanninn Timo Werner (29) frá RB Leipzig þegar lánssamningur hans við Spurs rennur út í sumar. (Fabrizio Romano)

Chelsea hefur ekki lengur áhuga á að fá Victor Osimhen (26), framherja Napoli og Nígeríu, í sumar. Manchester United er því líklegast til að fá hann. (CaughtOffside)

Inter Miami ætlar að bjóða Kevin De Bruyne (33), miðjumanni Manchester City og Belgíu, samning í sumar en mætir samkeppni frá Sádi-Arabíu. (Mirror)

Inter Miami hefur rétt á að ræða við De Bruyne án þess að fá samkeppni frá öðru félagi í bandarísku MLS-deildinni. (ESPN)

Enski kantmaðurinn Jamie Gittens (20) vill fara frá Borussia Dortmund í sumar. Nokkur ensk úrvalsdeildarfélög hafa áhuga. (Sky Þýskalandi)

Everton og Brighton hafa blandað sér í baráttuna um að fá Liam Delap (22) framherja Ipswich en 40 milljóna punda riftunarákvæði hans verður virkt ef Ipswich fellur úr úrvalsdeildinni. (TeamTalk)

Fiorentina mun virkja eins árs framlengingu á samningi spænska markvarðarins David de Gea (34). (Fabrizio Romano)

Leicester City ætlar að reka stjórann Ruud van Nistelrooy eftir níu ósigra í röð. (Football Insider)

Bayer Leverkusen hefur áhuga á Mark Flekken (31), markverði Brentford og Hollands, en enska félagið vill fá um 15 milljónir evra (12,8 milljónir punda) fyrir hann. (Sky Þýskalandi)
Athugasemdir
banner