Það hefur verið mikið fundað á Selfossi í kvöld í tengslum við stórleik Selfoss og Breiðablik í Pepsi Max-deild kvenna.
Aðstæður á Selfossi til fótboltaiðkunnar eru alls ekki góðar. Leikurinn átti að fara fram á JÁVERK-vellinum, grasvelli Selfyssinga, en var svo færður yfir á gervigrasið.
„Aðstæðurnar eru vægast sagt ekki góðar. Hér er grenjandi rigning og mikið rok. Sorglegt að jafnstór leikur og þessi fari fram við svona aðstæður. Dómaratríóið gerði athugasemdir við að línurnar á vellinum væru ekki nægilega áberandi. Buxi vallarstarfsmaður er búin að vera á öðru hundraðinu í dag að mála þetta, ekki hægt að gera meira," skrifaði Arnar Helgi Magnússon í beinni textalýsingu.
„Eftir langan dómarafund með þjálfurum liðanna hefur verið ákveðið að færa leikinn yfir á gervigrasið þar sem dómararnir treysta sér ekki til þess að sjá vallarlínurnar ekki nægilega vel."
Það var mikil reykistefna í kringum þetta allt saman, en núna síðast var verið að funda um það hvort hvort leiknum yrði mögulega frestað út af aðstæðum. Svo verður ekki, hann hefst núna klukkan 20:05 á gervigrasinu.
KSÍ bauð liðunum að fresta leiknum en hvorugt liðið vildi það. Í stöðunni var einnig að fresta leiknum um klukkutíma en þjálfararnir vildu byrja sem fyrst á meðan leikmennirnir væru heitir.
Það er engin fjölmiðlaaðstaða við gervigrasið og því verður textalýsing okkar ekki eins ítarleg og hún er venjulega.
Leikir kvöldsins:
20:00 Selfoss - Breiðablik
20:00 Þróttur R. - Fylkir
Athugasemdir