Breiðablik hafði fimm sinnum á síðustu tíu árum endað í 2. sæti efstu deildar áður en annar Íslandsmeistaratitill í sögu félagsins var tryggður fyrr í þessum mánuði. Á síðasta tímabili endaði liðið í 2. sæti eftir að hafa verið í bílstjórasætinu þegar kom að næst síðustu umferð mótsins.
Umræða, sem mikið til átti uppruna hjá Víkingum, var um að Blikar væru lið sem ætti það til að brotna þegar mikið var undir.
Víkingarnir Erlingur Agnarsson og Danijel Dejan Djuric áttu ummæli sem vöktu athygli eftir leiki liðsins við Breiðablik nú seinni part sumars.
Umræða, sem mikið til átti uppruna hjá Víkingum, var um að Blikar væru lið sem ætti það til að brotna þegar mikið var undir.
Víkingarnir Erlingur Agnarsson og Danijel Dejan Djuric áttu ummæli sem vöktu athygli eftir leiki liðsins við Breiðablik nú seinni part sumars.
Sjá einnig:
Danijel Djuric: Vitum hvernig Blikar eru, þeir brotna einhvern tímann
Biður leikmenn Blika um að horfa á viðtalið við Erling - „Gætu farið að brotna eitthvað"
Óli Jó: Ef Blikarnir klúðra þessu þá verða þeir aldrei meistarar aftur
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í þetta sálfræðistríð í viðtali eftir síðasta leik Breiðabliks.
„Ég hef áður sagt það og fannst það vera ákall út í tómið hjá þeim sem sögðu þetta. Það virkaði kannski ekkert sérstaklega vel. Við höfum litið á það þannig að það er hollast að líta inn á við, líta á sig sjálfan og einbeita sér að sjálfum sér í staðinn fyrir að vera að tala um aðra. Þetta hafði engin áhrif á okkur, auðvitað hefur þetta kannski áhrif á einstaka leikmenn. Menn eru misjafnir og það finnst engum skemmtilegt að lesa um að þeir séu lélegir karakterar og séu að fara brotna. Ef þetta er sagt nógu oft þá kannski myndast einhvers konar áhrif. Ég held bara að hópurinn sé það sterkur sem heild að hann gat auðveldlega tekist á við hvað sem var hent á hann. Þetta var eitt af því. Hópurinn var bara teflon húðaður gagnvart þessu tali," sagði Óskar.
Athugasemdir