Brynjólfur Andersen Willumsson var ónotaður varamaður um síðustu helgi þegar Kristiansund mætti Haugesund í norsku Eliteserien.
Brynjólfur glímir við meiðsli, fékk sýkingu í hné, það bólgnaði upp og tappa þurfti vökva úr því. Hann verður ekki með þegar Kristiansund mætir Bodö/Glimt um helgina og er tæpur fyrir leik liðsins gegn Álasundi um aðra helgi.
Brynjólfur glímir við meiðsli, fékk sýkingu í hné, það bólgnaði upp og tappa þurfti vökva úr því. Hann verður ekki með þegar Kristiansund mætir Bodö/Glimt um helgina og er tæpur fyrir leik liðsins gegn Álasundi um aðra helgi.
Kristiansund er fimm stigum frá umspilssæti og níu stigum frá öruggu sæti í deildinni þegar fjórar umferðir eru eftir af norsku deildinni.
Brynjólfur er 22 ára sóknarmaður sem er á sínu öðru tímabili hjá Kristiansund. Hann hefur skorað tvö mörk á tímabilinu og byrjað fjórtán deilarleiki.
Athugasemdir