Dejan Kulusevski, leikmaður Tottenham, verður líklega ekkert meira með Tottenham fyrir HM í Katar en Antonio Conte, stjóri félagsins, gaf það í skyn á blaðamannafundi í dag.
Kulusevski hefur ekkert spilað með Tottenham síðan í leiknum gegn Leicester í síðasta mánuði.
Hann meiddist þá aftan í læri en búist var við að hann myndi snúa aftur í þessum mánuði.
Svíinn var allur að koma til en þá kom bakslag og er nú útlit fyrir að hann verði ekkert með fram að HM.
„Ég held að við þurfum að bíða aðeins áður en hann spilar aftur með okkur. Já, ég er áhyggjufullur því endurhæfingin gekk vel en svo versnaði ástandið."
„Þegar svona gerist þá byrjaru á byrjunarreit. Það þarf tíma en læknarnir sjá um þetta og þeir þurfa að leysa þetta á stuttum tíma og ef þú veist að þú ert góður í því þá þýðir það fleiri stig á töflunni
Athugasemdir