Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   fös 21. október 2022 12:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fullyrt að Alex Freyr fari í Breiðablik á metfé - „Ekkert klárt í þeim efnum"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á Twitter má sjá færslu frá Dr. Football Podcast. Þar er skrifað að Alex Freyr Elísson, leikmaður Fram, sé að ganga í raðir Breiðabliks eftir tímabilið. Alex er 25 ára hægri bakvörður sem uppalinn er hjá Fram.

„Alex Freyr Elísson er nýr leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks. UBK kaupa hann af FRAM fyrir metfé. Hann mætir í 201 í lok tímabilsins," segir í færslunni.

Fótbolti.net ræddi við Agnar Þór Hilmarsson sem er formaður knattspyrnudeildar Fram.

„Það er ekkert klárt í þeim efnum," sagði Agnar.

„Það er áhugi frá Breiðabliki og það er ekkert leyndarmál. Hann er bara leikmaður okkar og á ár eftir af samningi. Þannig er staðan í dag," bætti Agnar við.

Ekki náðist við Ólaf Kristjánsson, yfirmann fótboltamála hjá Breiðabliki, við vinnslu fréttarinnar.

Sjá einnig:
Nonni um Alex Frey: Blikarnir hafa verið á eftir honum


Athugasemdir
banner
banner
banner