Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   fös 21. október 2022 17:00
Elvar Geir Magnússon
Gavi valinn Gulldrengur Evrópu 2022
Mynd: EPA
Gavi, miðjumaður Barcelona og Spánar, er Gulldrengur Evrópu 2022. Þessi verðlaun bætast við Kopa bikarinn sem hann vann á Ballon d'Or verðlaunaafhendingunni í vikunni.

Gavi kom með látum á sjónarsviðið fyrir ári síðan og átti magnað fyrsta tímabil með landi og liði.

Hann skákaði ungum leikmönnum á borð við Jude Bellingham, Jamal Musiala og Eduardo Camavinga til að verða Gulldrengur Evrópu.

Verðlaunin hlýtur sá leikmaður ár hvert sem er undir 21 árs aldri og talinn besti ungi leikmaður álfunnar.

Pedri, liðsfélagi Gavi, vann þessi verðlaun á síðasta ári en Erling Haaland, Lionel Messi, Kylian Mbappe og Wayne Rooney eru meðal þeirra sem hafa hlotið heiðurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner