Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   fös 21. október 2022 13:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerrard endaði með lægra sigurhlutfall en Neville
Steven Gerrard var rekinn úr stjórastarfinu hjá Aston Villa eftir slæmt tap gegn Fulham í gærkvöldi.

Gerrard tók við liðinu í nóvember á síðasta ári af Dean Smith en, Gerrard hafði vakið athygli fyrir góðan árangur sem stjóri Rangers frá Skotlandi.

Hann byrjaði ágætlega með Villa en svo lá leiðin algjörlega niður á við. Liðið hefur engum takti náð á þessari leiktíð og er við fallsæti.

Fyrr á þessu ári var sú tölfræði grafin upp að Gerrard væri með sama sigurhlutfall og Gary Neville hjá Valencia um árið. Neville var látinn fara tæpum fjórum mánuðum eftir að hann var ráðinn og hefur hann ekki þjálfað síðan. Fékk hann þá mikla gagnrýni fyrir störf sín hjá spænska liðinu.

Gerrard, sem er fyrrum fyrirliði Liverpool, endaði að lokum með verra sigurhlutfall en Neville; 32 prósent gegn 35 prósent.


Athugasemdir
banner
banner
banner