Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   fös 21. október 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Mun Villa gera Amirom að dýrasta stjóra sögunnar?
Mirror segir að Aston Villa hafi sett Rúben Amirom efstan á lista sinn yfir næsta stjóra, félagið gæti þurft að borga metupphæð til að ráða hann.

Amirom er stjóri Sporting Lissabon í Portúgal. Hann er 37 ára og er talinn einn hæfileikaríkasti ungi stjóri í Evrópu.

Á leikmannaferli sínum lék hann lengi með Benfica og spilaði 14 landsleiki fyrir Portúgal. Hann stýrði Sporting til síns fyrsta deildarmeistaratitils í nítján ár 2021 og var valinn stjóri ársins í Portúgal.

Amorim er með 30 milljóna evra riftunarákvæði í samningi sínum, um 26,3 milljónir punda. Ef Villa nýtir sér það ákvæði verður hann dýrasti stjóri sögunnar. Bayern München borgaði RB Leipzig 25 milljónir evra til að fá Julian Nagelsmann.

Það er nóg til hjá Nassef Sawiris og Wes Edens, eigendum Aston Villa sem hafa mikinn metnað til þess að ráða besta kostinn í stað Steven Gerrard sem rekinn í gær.
Athugasemdir
banner
banner