Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
banner
   fös 21. október 2022 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nistelrooy um Gakpo: Ekki bara áhugi frá úrvalsdeildinni
Mynd: EPA

Cody Gakpo hefur vakið verðskuldaða athygli en þessi 23 ára gamli Hollendingur var eftirsóttur í sumar en var á endanum áfram hjá PSV.


Hann var meðal annars orðaður við Manchester United en Ruud van Nistelrooy, fyrrum leikmaður United og nú stjóri PSV segir að það sé áhugi frá öllum stærstu liðum Evrópu.

„Það eru ekki bara úrvalsdeildarfélög á eftir honum. Hann hefur staðið sig rosalega vel síðustu 3-4 mánuði. Tölfræðin hans vekur athygli hjá stórum félögum í evrópska fótboltanum," sagði Nistelrooy.

Gakpo er búinn að spila 19 leiki á þessari leiktíð og kominn með 13 mörk og 11 stoðsendingar.


Athugasemdir
banner
banner