Flestir þjálfarar í Bestu deildinni voru spurðir út í nýja fyrirkomulagið á efstu deild í fótbolta. Fyrirkomulagið er þannig að eftir hefðbundna tvöfalda umferð er deildinni tvískipt og spiluð er fimm umferða úrslitakeppni þar sem liðin í efri hlutanum, 1. - 6. sæti mætast innbyrðis og berjast um Íslandsmeistaratitilinn og Evrópusæti. Í neðri hlutanum mætast liðin í 7. - 12. sæti innbyrðis og berjast um að forðast fall.
Þrjár umfeðir eru búnar af úrslitakeppninni og klárast hún eftir rúma viku. Svör þjálfarana má sjá hér að neðan ásamt öðru tengdu efni.
Þrjár umfeðir eru búnar af úrslitakeppninni og klárast hún eftir rúma viku. Svör þjálfarana má sjá hér að neðan ásamt öðru tengdu efni.
Sjá einnig:
Ert þú með spurningu eða ábendingu til ÍTF? - Rætt um fyrirkomulag Bestu deildarinnar á X977 á morgun
Vilja byrja mótið fyrr, spila þéttar og klára mótið fyrir október
Siggi Raggi: Ekkert í gangi fyrir þessa stráka"
Óli Jó um nýja fyrirkomulagið á deildinni: Mér finnst það glatað
Jón Sveinsson, þjálfari Fram:
„Óheppilegt hvernig það er, út frá því hvernig mómentið var í mótinu, það var að litlu að keppa. En mér finnst ekki ástæða til að slátra því í fyrstu tilraun, kannski verður þetta aðeins öðruvísi næst. Það sem er kannski að trufla menn núna er að þetta er búið að vera mjög langt, líklega lengsta tímabil Íslandssögunnar. Menn byrjuðu að undirbúa sig í nóvember, ekki vitandi hvernig þetta yrði. Það er að líða að ári núna. Auðvitað eru einhver meiðsl að detta inn út af því að menn eru orðnir þreyttir og þetta er orðið langt."
„Eitt Evrópusæti í viðbót hefði vissulega sett meiri spennu í efri hlutann og það er búið að vera spenna að falla ekki. En það vantar einhverja gulrót í neðri hlutann. Keflavík hafði að engu að keppa nema að halda sæti sínu. Við gátum reynt að komast sæti ofar og ÍBV er á góðri leið með að fikra sig upp töfluna. Það er það eina sem þessi lið hafa að keppa þegar tveir leikir eru eftir og þau eru öll örugg með sætið sitt. Það þarf eitthvað meira spennandi fyrir liðin í þessum hluta til að keppa að."
„Danirnir spila um auka Evrópusæti en þeir hafa úr fleiri Evrópusætum að moða. Ég er ekkert viss um að menn myndu vilja fórna því í þetta, hef enga lausn á því. Það er eitthvað sem við þurfum að fara yfir. Eins þurfa félögin, sambandið og ÍTF aðeins að fara yfir hvernig þetta gekk til og hvað hægt sé að gera betur. Við erum ekki að fá völlinn og þetta er ekkert að hjálpa okkur í ár allavegana."
Sigurvin Ólafsson, þjálfari FH:
„Þetta er sniðugt fyrirkomulag, óheppilegt að kannski það eina sem menn eru að tala um eru Leiknir, ÍA og FH en ekkert í efri hlutanum. Ég vil hafa leikina fleiri og það tekst með þessu fyrirkomulagi. Ég er svo gamaldags að þó að það sé rok og kalt, þá finnst mér það samt gaman. Ef það er hægt að fresta leikjum (vegna veðurs) eins og var gert um daginn þá er fínt að gera það. Þetta hafa verið skemmtilegir leikir og er það ekki það sem allir vilja sjá?"
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV:
„Fyrir okkur er þetta búið að vera frábært, okkur líður vel í þessu, þrír leikir og þrír sigrar þannig við erum kátir með þetta. Vissulega er það alveg eðlilegt að veðrið fari aðeins að stríða á þessum tíma. Þetta getur búið til hörkuspennu. Kannski að þétta þetta aðeins myndi ég segja, svolítið langt á milli leikja í lok á löngu tímabili."
„Liðin sem eru að berjast fyrir lífi sínu gefa allt í þetta og berjast með kjafti og klóm. Þetta eru allt alvöru leikir í fallbaráttunni."
Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar:
„Spennan í þessu er dálítið búin að fjara út, nú eru tveir leikir eftir og lítið að spila fyrir nema kannski stoltið. Það er það sem við erum að gera, við erum að tefla fram mikið af ungum strákum og erum búnir að nýta þessa úrslitakeppni fyrir það. Það fer í reynslubankann, önnur lið eru kannski að hugsa þetta öðruvísi en við erum allavega á þessari vegferð."
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA:
„Það fagna því allir að fá fleiri leiki en ég held að það þurfi að endurskoða þetta. Við erum að sjá að það eru fullt af liðum sem hafa að engu að keppa og leikirnir skipta engu máli. Það er auðvitað gríðarlega erfitt. Að spila út október á Íslandi er bara lottó, þú getur lent í fínum aðstæðum og verið heppinn með það eða verið óheppinn. Það verður bara að taka því eins og það er. Veröldin er auðvitað öll grá og svört í dag og maður er ekkert rosalega jákvæður akkúrat núna og maður getur fundið ýmislegt að. Þetta var bara ákvörðun sem var tekin og það fagna því allir að fá fleiri leiki. Gallarnir eru augljóslega þeir að það er bara of mikið af liðum sem eru ekki að spila upp á neitt og leikirnir skipta engu máli og við sjáum það á úrslitunum. Eins og í leiknum í dag (Leiknir - ÍA á Domusnovavellinum síðasta laugardag), þetta voru bara aðstæður sem eru varla boðlegar í efstu deild á Íslandi. Það eru auðvitað gallarnir við þetta fyrirkomulag."
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir