Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   fös 21. október 2022 19:53
Brynjar Ingi Erluson
Origi gæti fengið tækifærið gegn Monza
Divock Origi hefur þurft að vera þolinmóður hjá Milan
Divock Origi hefur þurft að vera þolinmóður hjá Milan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Divock Origi, framherji Milan á Ítalíu, verður að öllum líkindum í byrjunarliði liðsins gegn Monza í Seríu A á morgun en þetta verður hans fyrsti byrjunarliðsleikur frá því hann kom til félagsins í sumar.

Origi kom til Milan á frjálsri sölu frá Liverpool en hefur fengið lítinn spiltíma hjá meisturunum.

Milan er með leikmenn á borð við Olivier Giroud og Rafael Leao í fremstu víglínu og hefur því spiltími Origi verið af skornum skammti en hann gæti fengið sinn fyrsta byrjunarliðsleik á morgun.

Origi hefur spilað átta leiki í öllum keppnum en aðeins 159 mínútur í heildina. Hann hefur ekki enn tekist að koma sér á blað.

Milan spilar við nýliða Monza á San Síró á morgun og er búist við að Stefano Pioli, þjálfari Milan, leyfi þeim Leao og Giroud að hvíla.

Origi var kult-hetja hjá Liverpool og reyndist oft bjargvættur liðsins á mikilvægum augnablikum og því spurning hvort það haldi áfram á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner