Franck Ribery hefur formlega lagt skóna á hilluna, 39 ára gamall. Hann hefur reglulega misst af leikjum síðustu ár vegna meiðsla.
Ribery vakti fyrst athygli hjá Marseille og sprakk svo algjörlega út hjá Bayern München. Hann var tólf ár hjá Bæjurum, spilað 425 leiki, skoraði 124 mörk og átti 182 stoðsendingar.
Ribery vakti fyrst athygli hjá Marseille og sprakk svo algjörlega út hjá Bayern München. Hann var tólf ár hjá Bæjurum, spilað 425 leiki, skoraði 124 mörk og átti 182 stoðsendingar.
Hann vann Þýskalandsmeistaratitilinn níu sinnum og þýska bikarinn sex sinnum. Þá vann hann einnig Meistaradeildina og HM félagsliða.
Eftir að hafa yfirgefið Bayern München var franski landsliðsmaðurinn í tvö ár hjá Fiorentina og lauk svo ferli sínum hjá Salernitana.
„Boltinn stöðvast en ekki tilfinningarnar í mér. Takk öll fyrir þetta frábæra ævintýri," skrifaði Ribery á samfélagsmiðla.
Ribery mun kveðja stuðningsmenn Salernitana á morgun fyrir leik gegn Spezia og mun svo fara í þjálfarateymi félagsins. Hann mun aðstoða Davide Nicola.
The ball stops. The feelings inside me do not. ✨
— Franck Ribéry (@FranckRibery) October 21, 2022
Der Ball ruht. Die Gefühle in mir nicht. ✨
Le ballon s’arrette mais pas mes sentiments pour lui. ✨
Il pallone si ferma. Le emozioni dentro di me, no. ✨
Thanks to everyone for this great adventure. 🙏🏼#FR7 #Elhamdoulillah pic.twitter.com/Ku4i1MeEbE
Athugasemdir