Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   fös 21. október 2022 15:30
Elvar Geir Magnússon
Vieira: Gerum allt sem við getum til að halda Zaha
Patrick Vieira stjóri Crystal Palace segir að félagið muni gera allt sem það getur til að halda Wilfried Zaha en viðurkennir að það þurfi að jafna metnað hans.

Zaha er 29 ára og er markahæstur hjá Palace á tímabilinu með fimm mörk, þar á meðal sigurmarkið gegn Wolves á þriðjudag.

„Ég efast ekki um að hann vilji vera áfram hjá félaginu. En á sama tíma þurfum við að sýna honum að við séum með metnað. Það eru vangaveltur varðandi alla góða leikmenn sem eru að klára samninga sína," segir Vieira.

„Við vitum hversu mikilvægur hann er fyrir okkur og ég held að hann viti að hann er mikilvægur leikmaður fyrir félagið. Við búumst við miklu frá honum og Wilfried elskar að hafa þannig pressu á öxlum sínum"

Samningur Zaha rennur út næsta sumar en í hlaðvarpsþættinum Enski boltinn var rætt um hvort ekki væri réttast fyrir leikmanninn væri að gera nýjan langtímasamning við Palace.
Enski boltinn - Að telja sig vera stærri en félagið
Athugasemdir
banner
banner
banner